
Hollenska landsliðið átti ekki sinn besta leik í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Ekvador á heimsmeistaramótinu í Katar.
Cody Gakpo kom Hollendingum vissulega í forystu snemma leiks með laglegu marki en eftir það var lítið að frétta í sóknarleik liðsins.
Ekvador jafnaði í byrjun síðari hálfleiks og fékk færin til að vinna leikinn en Hollendingar sluppu með skrekkinn.
Holland átti aðeins tvö skot í öllum leiknum og var með vandræðalega slakt xG (e. expected goals). Það var aðeins 0,07 gegn 1,69 hjá Ekvador.
Þegar tölfræðin er skoðuð þá eru þetta fæstar skottilraunir hjá evrópskri þjóð frá því á HM 1966.
Hollendingar eru enn í góðri stöðu með 4 stig líkt og Ekvador en liðið mætir botnliði Katar í lokaumferðinni.
Netherlands (0.07) 1-1 (1.69) Ecuador
— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) November 25, 2022
Athugasemdir