Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 15:02
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarliðin á EM: Trossard byrjar - Mudryk og Zinchenko á bekknum
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: EPA
Byrjunarlið Belgíu.
Byrjunarlið Belgíu.
Mynd: X
Það er gríðarlega mikil spenna fyrir lokaumferðina í E-riðli þar sem öll liðin eru jöfn með þrjú stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Leikir dagsins ráða því úrslitum um hvaða lið komast áfram í næstu umferð.

Miklar líkur eru á því að þrjár þjóðir komist upp úr þessum riðli. Slóvakía og Rúmenía eigast við á meðan Úkraína spilar við stjörnum prýtt lið Belgíu.

Liðið sem endar í 2. sæti í E-riðli mætir Frakklandi í 16-liða úrslitum. Sigurlið riðilsins spilar þá við 3. sætið úr C- eða D-riðli og 3. sæti E-riðils mætir annað hvort Englandi eða Spáni.

E-riðill:
16:00 Úkraína - Belgía
16:00 Slóvakía - Rúmenía

Hér að neðan má sjá byrjunarliðin. Belgar eru án kantmannsins Dodi Lukebakio sem tekur út leikbann. Leandro Trossard kemur inn í byrjunarliðið. Hjá Úkraínu eru Mudryk og Zinchenko meðal varamanna en Mykolenko hefur jafnað sig af meiðslum og byrjar.

Byrjunarlið Úkraínu gegn Belgíu: Trubin; Tymchyk, Zabarnyi, Svatok, Matvienko, Mykolenko; Shaparenko, Brazhko, Sudakov; Yaremchuk, Dobvyk.

Byrjunarlið Belgíu gegn Úkraínu Casteels, Castagne, Faes, Vertonghen, Theate, Onana, Tielemans, Trossard, De Bruyne, Doku, Lukaku.

Byrjunarlið Slóvakíu gegn Rúmeníu: Dúbravka; Pekarík, Vavro, Škriniar, Hancko; Lobotka, Kucka, Duda, Schranz, Haraslín, Strelec.

Byrjunarlið Rúmeníu gegn Slóvakíu: Nita; Ratiu, Dragusin, Burca, Bancu; M. Marin; Hagi, R. Marin, Stanciu, Coman; Dragus.
Athugasemdir
banner
banner
banner