Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Foden yfirgefur enska hópinn af persónulegum ástæðum
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Phil Foden hefur yfirgefið enska landsliðshópinn tímabundið og er farinn aftur heim til Englands. Ástæðan eru persónulegar ástæður.

Enska knattspyrnusambandið segir frá þessu í yfirlýsingu sinni.

Foden hefur byrjað alla þrjá leiki Englands á mótinu hingað til en óvíst er hvenær hann snýr aftur.

England hefur verið ósannfærandi á mótinu til þessa en liðið er þrátt fyrir það komið í 16-liða úrslitin. England spilar í 16-liða úrslitunum á sunnudaginn en það er óvíst hver andstæðingurinn verður.

Uppfært 15:10: Foden er að fara að eignast sitt þriðja barn. Englendingar vonast til þess að hann verði kominn aftur á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner