Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hareide ekki sáttur: Þetta er lífshættulegt
Age Hareide.
Age Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, er ekki sáttur með það að áhorfendur geti hlaupið inn á völlinn nánast að vild á Evrópumótinu.

Það fór líklega ekki framhjá neinum sem horfðu á leik Portúgals og Tyrklands á dögunum að stuðningsmenn hlupu inn á völlinn til þess að fá myndir af sér með stórstjörnunni Cristiano Ronaldo. Í þrígang þurfti að stöðva leikinn vegna þess.

Hareide hefur áhyggjur af þessu en hann ræddi málið við Nettavisen.

„Ég skil ekki hvernig öryggisgæslan grípur ekki inn í. Það er engin stjórn á þessu. Þetta er hættulegt. Hvað ef þeir ráðast á leikmenn eða dómara?" sagði Hareide.

„Þetta getur verið lífshættulegt. Þú veist aldrei; það gæti komið brjálaður maður inn á völlinn sem ræðst á leikmenn og dómara."

„Það verður að stoppa þetta."
Athugasemdir
banner
banner