Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður Ingi mætti spila fyrir annað félag en Bjarni Guðjón ekki
Bjarni Guðjón Brynjólfsson.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hörður Ingi Gunnarsson.
Hörður Ingi Gunnarsson.
Mynd: Valur
Við fjölluðum aðeins um skiptidíl FH og Vals undir lok síðasta félagaskiptaglugga sem hefur haft lítil áhrif á hvorugt lið og virkað illa fyrir báða leikmenn.

Bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson fór í Val og Bjarni Guðjón Brynjólfsson fór á móti í FH.

Samtals hafa þeir spilað 81 mínútu eftir skiptin, ekki heilan fótboltaleik.

Það er áhugavert að skoða möguleika þeirra þegar félagaskiptaglugginn opnar um miðjan júlí. Leikmenn mega nefnilega ekki spila fyrir meira en tvö félög á einu tímabili.

Hörður Ingi er í betri málum en Bjarni Guðjón þar sem hann hefur bara spilað fyrir Val á þessu ári. Fyrir vikið, þá væri það heimilt fyrir FH að kalla hann til baka og lána eða selja í annað félag í sumarglugganum.

Annað gildir um Bjarna Guðjón þar sem hann er bæði búinn að spila fyrir Val og FH á þessu ári. Hann má því ekki spila fyrir þriðja félagið.

Bjarni Guðjón er tvítugur leikmaður sem var lykilmaður hjá Þór á Akureyri á síðustu leiktíð. Þórsarar hefðu örugglega viljað fá hann til baka í sumarglugganum en það er ekki möguleiki.
Athugasemdir
banner
banner