Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Kennir ítölsku deildinni um hraðaleysi landsliðsins
Fabio Capello.
Fabio Capello.
Mynd: EPA
Federico Chiesa er leikmaður Juventus.
Federico Chiesa er leikmaður Juventus.
Mynd: EPA
Fabio Capello fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu segir að ítalska landsliðinu í dag skorti hraða. Hann segir að sökina megi meðal annars finna í ítölsku deildinni og leikstílnum sem er þar.

Ítalía mætir Sviss í 16-liða úrslitum á laugardag en liðið endaði í öðru sæti í B-riðli eftir 2-1 sigur gegn Albaníu, 1-1 jafntefli við Króatíu og 1-0 tapi gegn Spáni.

Ítalska liðið hefur fengið taslverða gagnrýni heima fyrir og stuðningsmenn liðsins eru ekki bjartsýnir.

„Sprettir, styrkur og hraðabreytingar. Þetta eru lykilþættir í nútíma fótbolta og skipta sífellt meira máli. Sjáið Spán með Nico Williams og Lamine Yamal," segir Capello sem segir að bara einn leikmaður í ítalska hópnum sé með þessa þætti.

„Það er Federico Chiesa. Hann fær oft gagnrýni en þetta landslið þarf á honum að halda. Hann getur brotið varnir andstæðingsins á bak aftur með hraða, knattraki og óvæntum ákvörðunum."

„Ítalía þarf meiri hraða gegn Sviss, hingað til hefur lið okkar verið of hægt. Það má rekja ástæðuna til Serie A deildarinnar okkar. Þar eru of margar óþarfar sendingar til hliðar sem hægja á leiknum. Svo ekki sé minnst á leiktafirnar. Landsliðið þarf svo að gjalda þess þar sem liðið er ekki eins vant að spila af hraða og krafti."
Athugasemdir
banner
banner
banner