Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 26. júní 2024 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Leiknir og Þór upp úr fallsæti - Fjölnir lagði Aftureldingu
Lengjudeildin
Omar Sowe innsiglaði sigur Leiknis
Omar Sowe innsiglaði sigur Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Axel Freyr Harðarson
Axel Freyr Harðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fjölnir jafnaði Njarðvík að stigum á toppi deildarinnar þegar liðið sigraði Aftureldingu í kvöld.


Eina mark leiksins kom strax á 5. mínútu þegar Axel Freyr Harðarson skoraði af stuttu færi.

Undir lok fyrri hálfleiks var Aron Jóhannsson nálægt því að jafna metin en setti boltann í stöngina úr dauðafæri. Elmar Kári Enesson Kogic hefði einnig getað jafnað metin undir lok leiksins en skallaði framhjá.

Það voru hörku leikir í botnbaráttunni en Leiknir og Þór komust upp úr fallsæti.

Leiknir lagði grunninn að sigri gegn Þrótti snemma en staðan var orðin 2-0 eftir stundafjórðung. Það var spenna í lokin þegar Jorgen Pettersen minnkaði muninn fyrir Þrótt en Omar Sowe innsiglaði sigur Leikni með marki í uppbótatíma.

Þór vann grannaslaginn fyrir norðan gegn Dalvík/Reyni á útivelli. Elmar Þór Jónsson gaf tóninn með marki strax á þriðju mínútu. Sigfús Fannar Gunnarsson bætti öðru markinu við fyrir lok fyrri hálfleiks.

Alexander Már Þorláksson innsiglaði sigur Þórs þegar hann skoraði með hælnum. Dalvíkingar náðu að klóra í bakkann en nær komust þeir ekki.

Þá vann ÍR góðan sigur á Gróttu.

Leiknir R. 3 - 1 Þróttur R.
1-0 Jón Hrafn Barkarson ('7 )
2-0 Shkelzen Veseli ('14 )
2-1 Jorgen Pettersen ('87 )
3-1 Omar Sowe ('93 )
Lestu um leikinn

Afturelding 0 - 1 Fjölnir
0-1 Axel Freyr Harðarson ('5 )
Lestu um leikinn

Grótta 1 - 3 ÍR
1-0 Tómas Orri Róbertsson ('48 )
1-1 Bergvin Fannar Helgason ('77 )
1-2 Bragi Karl Bjarkason ('80 )
1-3 Guðjón Máni Magnússon ('96 )
Rautt spjald: Arnar Daníel Aðalsteinsson, Grótta ('16) Lestu um leikinn

Dalvík/Reynir 1 - 3 Þór
0-1 Elmar Þór Jónsson ('3 )
0-2 Sigfús Fannar Gunnarsson ('25 )
0-3 Alexander Már Þorláksson ('71 )
1-3 Matheus Bissi Da Silva ('77 )
Lestu um leikinn


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 9 6 2 1 20 - 9 +11 20
2.    Fjölnir 9 6 2 1 16 - 10 +6 20
3.    Grindavík 8 3 4 1 17 - 13 +4 13
4.    ÍBV 9 3 4 2 17 - 13 +4 13
5.    ÍR 9 3 3 3 12 - 16 -4 12
6.    Keflavík 9 2 5 2 14 - 8 +6 11
7.    Afturelding 9 3 2 4 11 - 17 -6 11
8.    Grótta 9 2 4 3 14 - 18 -4 10
9.    Þór 8 2 3 3 12 - 14 -2 9
10.    Leiknir R. 9 3 0 6 12 - 18 -6 9
11.    Dalvík/Reynir 9 1 4 4 11 - 17 -6 7
12.    Þróttur R. 9 1 3 5 13 - 16 -3 6
Athugasemdir
banner
banner