Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 26. júní 2024 20:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Njarðvík missteig sig í Keflavík - Kwame Quee innsiglaði sigur Grindvíkinga
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Topplið Njarðvíkur gerði jafntefli gegn Keflavík í Lengjudeildinni í kvöld.


Leikurinn fór fram í Keflavík en heimamenn komust yfir þegar Ásgeir Páll Magnússon stýrði skoti Edon Osmani í netið.

Eftir um klukkutíma leik tókst Arnari Helga Magnússyni að jafna metin fyrir Njarðvíkinga þegar skot hans fór af Ásgeiri Orra markmanni Keflvíkinga og lak í netið.

Njarðvíkingar voru nálægt þvi að komast yfir stuttu síðar en Ásgeir bjargaði því að Gunnlaugur Fannar skoraði ekki sjálfsmark.

Grindavík lagði ÍBV og jafnaði Eyjamenn að stigum í deildinni. Dagur Ingi Hammer kom Grindavík í 2-0 undir lok leiksins en Vicente Valor minnkaði muninn stuttu síðar.

En það var Kwame Quee sem tryggði Grindvíkingum sigurinn þegar hann skoraði með skoti fyrir utan teiginn í uppbótatíma.

Grindavík 3 - 1 ÍBV
1-0 Dennis Nieblas Moreno ('34 )
2-0 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('81 )
2-1 Vicente Rafael Valor Martínez ('83 )
3-1 Kwame Quee ('93 )
Lestu um leikinn

Keflavík 1 - 1 Njarðvík
1-0 Ásgeir Páll Magnússon ('14 )
1-1 Arnar Helgi Magnússon ('58 )
Lestu um leikinn


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 9 6 2 1 20 - 9 +11 20
2.    Fjölnir 9 6 2 1 16 - 10 +6 20
3.    Grindavík 8 3 4 1 17 - 13 +4 13
4.    ÍBV 9 3 4 2 17 - 13 +4 13
5.    ÍR 9 3 3 3 12 - 16 -4 12
6.    Keflavík 9 2 5 2 14 - 8 +6 11
7.    Afturelding 9 3 2 4 11 - 17 -6 11
8.    Grótta 9 2 4 3 14 - 18 -4 10
9.    Þór 8 2 3 3 12 - 14 -2 9
10.    Leiknir R. 9 3 0 6 12 - 18 -6 9
11.    Dalvík/Reynir 9 1 4 4 11 - 17 -6 7
12.    Þróttur R. 9 1 3 5 13 - 16 -3 6
Athugasemdir
banner
banner