Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mið 26. júní 2024 15:12
Elvar Geir Magnússon
Varga kominn heim til sín
Mynd: Getty Images
Ungverski sóknarmaðurinn Barnabas Varga segist ætla að hvíla í nokkrar vikur eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu í Stuttgart. Hann er kominn heim til sín.

Þessi 29 ára sóknarmaður Ferencvaros lenti í hörðum árekstri við markvörð Skotlands á EM og bein í andliti hans brotnuðu. Hann fór í vel heppnaða aðgerð í Þýskalandi.

Varga segir það afskaplega gott að vera kominn á heimili sitt í Ungverjalandi og segist þegar hafa horft á myndband af árekstrinum.

Ungverjaland vann leikinn gegn Skotlandi 1-0 en leikurinn var stöðvaður í um sjö mínútur á meðan verið var að hlúa að Varga á vellinum. Öryggisverðir héldu tjöldum fyrir á meðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner