Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 26. ágúst 2023 14:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Struga fékk leik frestað fyrir seinni leikinn gegn Blikum
Mynd: Getty Images
Norður-makedónsku meistararnir í Struga áttu að spila gegn Skopje í deildinni í Norður-Makedóníu á morgun.

Þeim leik hefur verið frestað vegna seinni leiks Struga gegn Breiðabliki í umspilinu fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fór fram á fimmtudag og vann Breiðablik 1-0 útsigur í Norður-Makedóníu. Seinni leikurinn fer fram á fimmtudag á Kópavogsvelli.

Sigurvegarinn í einvíginu fer í riðlakeppni Sambansdeildarinnar, háar fjárhæðir eru í boðið fyrir liði sem fer þangað og vildi Struga einbeita sér alfarið að Evrópuviðureigninni.

Deildin í Norður-Makedóníu hófst í byrjun mánaðar og fer fimmta umferðin fram um helgina. Struga hefur til þessa spilað tvo deildarleiki með fram þátttöku sinni í Evrópu. Leikurinn gegn Skopje mun fara fram 1. nóvember miðað við núverandi leikjaniðurröðun. Struga fékk leik sínum í 2. umferð og 4. umferð einnig frestað vegna þátttöku í Evrópukeppni.

Breiðablik mætir Víkingi á morgun í 21. umferð Bestu deildarinnar. Breiðablik reyndi að fá leiknum frestað en mótanefnd KSÍ hafnaði beiðni Breiðabliks um frestun.
Athugasemdir
banner
banner