'Hann virðist vera með alvöru hugarfar sem í hörðum heimi fótboltans eru engu minna mikilvægt en að geta sparkað í boltann'
Í gær fjallaði einn virtasti fótboltablaðamaður heims, David Ornstein, um áhuga Manchester City á íslenska landsliðsmanninum Orra Steini Óskarssyni.
Orri Steinn er leikmaður FC Kaupmannahafnar og er lykilmaður í danska liðinu. Hann hefur leikið vel með liðinu og er á blaði hjá mörgum stórum félögum í Evrópu. Orri verður tvítugur á fimmtudaginn en er þegar kominn með mikla reynslu. Verðmiðinn á honum er talinn vera um 20 milljónir evra.
Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum, svaraði nokkrum spurningum í kjölfar tíðinda gærdagsins.
Orri Steinn er leikmaður FC Kaupmannahafnar og er lykilmaður í danska liðinu. Hann hefur leikið vel með liðinu og er á blaði hjá mörgum stórum félögum í Evrópu. Orri verður tvítugur á fimmtudaginn en er þegar kominn með mikla reynslu. Verðmiðinn á honum er talinn vera um 20 milljónir evra.
Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum, svaraði nokkrum spurningum í kjölfar tíðinda gærdagsins.
Gríðarlegt hrós
Hvaða þýðingu hefur það fyrir Orra að risafélag, annað af tveimur bestu liðum heims, sé með hann á blaði?
„Það gefur augaleið að þetta er risastórt fyrir þennan unga pilt. Manchester City er ekki bara eitt besta fótboltalið heims heldur eitt besta rekna fótboltafyrirtæki í heimi þar sem færustu jakkalakkar íþróttarinnar eru að taka ákvarðanir."
„City stígur vart feilspor á félagaskiptamarkaðnum sem þýðir að þeir leikmenn sem það er með ofarlega á blaði eru að gera eitthvað rétt. Og City pælir bara í leikmönnum sem það veit að geta komið með eitthvað að borðinu. Sé Orri á því blaði er það gríðarlegt hrós."
Gert það eina rétta
Er hægt að hrósa honum nóg fyrir það hvernig hann tæklar fyrr á þessu ári að fá ekkert að spila og komast svo á þann stað að verða eftirsóttur af félögum í stærstu deildum Evrópu?
07.03.2024 15:11
Orri Steinn: Ég átti ekki skilið að vera utan hóps
„Það hefur verið bara frekar pirrandi að sjá meðferðina á honum undanfarin misseri, bíðandi á bekknum á eftir manni og mönnum sem hafa litlu skilað. En, hann hefur bara beðið rólegur gert það eina rétta þegar hann hefur fengið að elta gæsina sem er að grípa hana með báðum og ekki sleppa. Hann virðist vera með alvöru hugarfar sem í hörðum heimi fótboltans eru engu minna mikilvægt en að geta sparkað í boltann."
FCK hefur reynt allt til að trekkja framherjann launaháa Andreas Cornelius í gang en það hefur ekki tekist. Tilraunastarfsemi félagsins og sú ákvörðun að spila ekki með eiginlegan framherja í einhverjum leikjum bitnaði á Orra á síðasta tímabili.
Fær önnur félög til að rífa upp veskið
Heldur þú að þessar fréttir ýti undir áhuga annara félaga?
„Það er engin spurning. Eitthvað segir mér nú að þessar frétt sem kom í gær sé nú meira til að ýta einmitt undir áhuga annarra liða. Fá þau til að rífa upp veskið og ganga í málin."
Enginn gæti staðist það að skrifa undir
Ef upp kæmi sú staða að það liggur samningur á borðinu frá City, væri hægt að segja nei?
„Það held ég að sé ekki hægt en auðvitað verður drengurinn að spila fótbolta. Erling Haaland hefur engan áhuga á samkeppni eða yfir höfuð að hafa annan framherja þarna með sér. Hann spilar nánast alla leiki."
„Hvort það væri einhver pæling um að lána hann í vinaklúbb í 1-2 ár gæti verið áhugaverð nálgun en ef City kemur að borðinu held ég að enginn gæti staðist það að skrifa undir," segir Tómas.
Athugasemdir