Heimild: TV2
Eftir að hafa tekið sér nokkrar vikur í að hugsa málin hefur Erik Huseklepp ákveðið að vera ekki í þjálfarateymi Freys Alexanderssonar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Brann.
Huseklepp er fæddur í Bergen og er sannkölluð bæjarhetja. Hann lýsti yfir áhuga á að taka við sem aðalþjálfari hjá Brann áður en Fryer var ráðinn en hann þjálfaði liðið til bráðabirgða eftir að Eirik Horneland lét af störfum til að taka við St. Etienne í Frakklandi.
Huseklepp lék lengi með Brann og hefur verið í þjálfarateymi félagsins frá 2022.
Huseklepp er fæddur í Bergen og er sannkölluð bæjarhetja. Hann lýsti yfir áhuga á að taka við sem aðalþjálfari hjá Brann áður en Fryer var ráðinn en hann þjálfaði liðið til bráðabirgða eftir að Eirik Horneland lét af störfum til að taka við St. Etienne í Frakklandi.
Huseklepp lék lengi með Brann og hefur verið í þjálfarateymi félagsins frá 2022.
Freyr og forráðamenn Brann lýstu yfir áhuga á að halda Huseklepp í teyminu en TV2 segir að Huseklepp hafi á endanum talið að hugmyndafræði sín og Freys næðu ekki nægilega vel saman.
„Freyr virðist virkilega góður náungi og það sama á við um Jonathan (aðstoðarman hans). Ég trúi því að þeir geri mjög góða hluti með Brann. En ég held að það sé best fyrir Brann, mig og Frey að hann geti unnið í friði frá mér," sagði Huseklepp við fjölmiðla í morgun.
Athugasemdir