Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 27. apríl 2023 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 1. umferð - Þetta sé síðasta sumarið hennar á Íslandi
Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katla Tryggvadóttir er besti leikmaður 1. umferðar Bestu deildar kvenna að mati Fótbolta.net. Hún átti frábæran leik þegar Þróttur vann 4-1 sigur á FH í gær.

Það sem gerir þetta enn merkilegra er að Katla hafði aðeins æft einu sinni vikuna fyrir leikinn á móti FH þar sem hún hafði verið að glíma við veikindi. Hún lét það ekki stoppa sig og átti skínandi leik; skoraði tvö af vítapunktinum og átti eina frábæra stoðsendingu.

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var spurður út í frammistöðu Kötlu eftir leik en hann býst enn meira frá þessum 17 ára gamla leikmanni.

„Hún gerði það sem hún þurfti að gera. Hún tók vítaspyrnurnar og nýtti þær vel. Hún átti eina stoðsendingu líka. Hún getur betur og það er það sama með Ollu. Þær eru báðar búnar að vera veikar og voru örugglega 50 prósent," sagði Nik eftir leikinn.

Stoðsendingin frá Kötlu var í heimsklassa. „Þetta voru mikil gæði og það er það sem hún getur gert. Hún var mjög góð."

Katla er gríðarlega efnilegur leikmaður, mögulega efnilegasti leikmaður landsins í augnablikinu, en hún er stór hluti af U19 landsliðinu sem tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Jón Stefán Jónsson, fyrrum þjálfari Þórs/KA talaði um hana í Heimavellinum fyrir mót og sagði þá:

„Ég held að fólk eigi að njóta þess að horfa á hana í sumar því að ef allt er eðlilegt þá er þetta síðasta sumarið sem hún spilar hér á Íslandi í bili. Ég trúi því hafanadi séð hana á alþjóðlegu stigi þar sem hún ber af á vellinum spilandi gegn stórþjóðir."

Katla er uppalin í Val en gekk í raðir Þróttar fyrir síðustu leiktíð. Það var mikill happafengur fyrir Þrótt að fá hana yfir.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Katla fór á kostum: Eins og við værum að spila leik í janúar
Heimavöllurinn: Besta deildin og versta veðrið
Athugasemdir
banner
banner
banner