Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 27. september 2021 16:45
Fótbolti.net
Efnilegastur 2021 - Hélt Leikni uppi nánast einn síns liðs
Sævar Atli Magnússon (Leiknir)
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fótbolti.net hefur valið Sævar Atla Magnússon sem besta unga leikmann Pepsi Max-deildarinnar 2020.

Sævar var fyrirliði Leiknis og skoraði tíu mörk í þrettán leikjum fyrir nýliðana úr Breiðholti. Hann fór um mitt tímabil í atvinnumennsku hjá Lyngby í Danmörku en mörkin hans í sumar sáu til þess að Leiknismenn voru aldrei í alvöru fallbaráttu.

Sævar leikur fyrir íslenska U21 landsliðið.

Sjá einnig:
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil

„Hann vill kannski gleymast aðeins í umræðunni í kringum þessi uppgjör þar sem það er svo langt síðan hann fór úr deildinni," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Hann er nánast einn síns lið ástæða þess að Leiknir hélt sér í deildinni," segir Tómas Þór Þórðarson og ljóst að það verður hægara sagt en gert fyrir Leiknismenn að reyna að fylla hans skarð fyrir næsta tímabil.

Sjá einnig:
Valgeir Lunddal efnilegastur 2020
Finnur Tómas Pálmason efnilegastur 2019
Willum Þór Willumsson efnilegastur 2018
Alex Þór Hauksson efnilegastur 2017
Böðvar Böðvarsson efnilegastur 2016
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil
Athugasemdir
banner
banner
banner