Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
banner
   sun 30. mars 2025 15:21
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarliðin í Meistarar meistaranna: Þrír nýir leikmenn byrja hjá Blikum
Mynd: Breiðablik

Síðasti leikur fyrir deildarkeppni fer fram í dag milli Deildarmeistara og Bikarmeistara. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 16:15 í dag milli Breiðabliks og KA. Byrjunarliðin eru ljós og þau eru birt hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 KA

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks hefur valið þrjá nýja leikmenn í byrjunarliðið sitt í kvöld. Það eru þeir, Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson og Tobias Thomsen. Einnig er áhugavert að sjá Gabríel Snæ Hallson byrja leikinn en hann er fæddur 2007.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA hefur ekki valið neina nýja leikmenn í sitt byrjunarlið, en KA liðið hefur orðið fyrir þónokkrum meiðslum upp á síðkastið. Áhugaverðast er það að Markús Máni Pétursson byrjar leikinn, leikmaður fæddur 2006 sem var á láni hjá Dalvík/Reyni á síðasta tímabili.


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
11. Aron Bjarnason
13. Anton Logi Lúðvíksson
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
29. Gabríel Snær Hallsson
77. Tobias Thomsen

Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
9. Viðar Örn Kjartansson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Markús Máni Pétursson
25. Dagur Ingi Valsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
28. Hans Viktor Guðmundsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Athugasemdir
banner
banner