Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   fim 30. maí 2024 19:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Breiðabliks og Víkings: Pálmi Rafn ver mark Víkinga
Blikar með tvær breytingar - Víkingar sex
Pálmi Rafn Arinbjörnsson ver mark Víkinga í kvöld en Ingvar Jónsson á við meiðsli að stríða.
Pálmi Rafn Arinbjörnsson ver mark Víkinga í kvöld en Ingvar Jónsson á við meiðsli að stríða.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sigurður Hjörtur Þrastarson flautar til leiks klukkan 20:15 stórsleiks Breiðabliks og Víkinga á Kópavogsvelli. Leikurinn er liður í 14. umferð deildarinnar, umferð sem klárast í júlí þegar þessi lið eru í Evrópuverkefni. Toppsætið er í boði í kvöld.

Víkingar sitja á toppi deildarinnar þremur stigum á undan heimamönnum í Breiðablik. Víkingar geta því komist í sex stiga forskot með sigri hér í kvöld og heimamenn í Breiðablik geta lyft sér upp fyrir Víkinga á toppi deildarinnar sigri þeir hér í kvöld svo það má búast við hörku leik hér í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

Breiðablik gera tvær breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Fram. Inn koma Kristinn Steindórsson og Andri Rafn Yeoman fyrir Patrik Johannesen og Benjamin Stokke.

Víkingar gera einnig breytingar á sínu liði en þeir gera sex breytingar frá leiknum gegn ÍA. Inn koma Pálmi Rafn Arinbjörnsson, Jón Guðni Fjóluson, Pablo Punyed, Ari Sigurpálsson, Aron Elís Þrándarson og Nikolaj Hansen fyrir Ingvar Jónsson, Helga Guðjónsson, Gísla Gottskálk Þórðarson, Karl Friðleif Gunnarsson, Valdimar Þór Ingimundarsson og Davíð Örn Atlason. 


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið Víkingur R.:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed (f)
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
3.    Breiðablik 11 8 1 2 26 - 13 +13 25
4.    ÍA 10 5 1 4 20 - 14 +6 16
5.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
6.    FH 10 4 2 4 18 - 20 -2 14
7.    Fram 10 3 4 3 13 - 14 -1 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    Fylkir 10 2 1 7 15 - 27 -12 7
12.    KA 10 1 2 7 14 - 25 -11 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner