Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   sun 30. október 2022 11:40
Aksentije Milisic
Arteta varar Jesus og Nketiah við

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur sagt við Gabriel Jesus að hann verði að fara skora mörk ef Arsenal á að geta haldið áfram á sömu braut.


Arsenal hefur byrjað tímabilið frábærlega en liðið getur komist aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni takist því að leggja Nottingham Forest að velli í dag.

Hvorki Jesus né Eddie Nketiah hafa náð að skora í síðustu sex leikjum hjá Arsenal en í þessum leikjum hefur Arsenal byrja að gefa aðeins eftir.

Liðið gerði jafntefli gegn Southampton í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og svo tapaði það gegn PSV í Evrópudeildinni í miðri viku.

„Við þurfum mörk og við þurfum þau frá sóknarmönnum okkar. Það er klárt, til að vinna leiki og til að gefa okkur stærra forskot," sagði Arteta.

„Við þurfum að binda enda á þessu hrinu hjá sóknarmönnum liðsins án marks. Þá munum við halda áfram að vinna leiki."

Arsenal og Nottingham Forest mætast á Emirates vellinum í dag klukkan 14.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
15 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
16 West Ham 28 9 6 13 32 48 -16 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner
banner