Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   sun 30. október 2022 10:20
Aksentije Milisic
Barcelona vill fá Messi í janúar - Sporting reynir við Ronaldo
Powerade
Þessir tveir snillingar eru í slúðurpakkanum.
Þessir tveir snillingar eru í slúðurpakkanum.
Mynd: EPA
Til Barcelona?
Til Barcelona?
Mynd: EPA
Bruno er eftirsóttur.
Bruno er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images

Messi, Ronaldo, Kante, Alvarez, Depay, Kessie, Silva og fleiri góðir eru í slúðurpakkanum þennan sunnudaginn. BBC tók allt það helsta saman.
_________________________


Forseti Barcelona, Joan Laporta, vill fá hinn 35 ára gamla Lionel Messi aftur til félagsins frá PSG strax í janúar mánuði. (Sport)

Messi mun ákveða framtíð sína eftir HM sem hefst í næsta mánuði en hann mun ekki yfirgefa PSG í janúar þó hann skrifi ekki undir nýjan samning. (Ben Jacobs - Twitter)

Sporting Lisabon er tilbúið í að reyna í annað sinn að fá Cristiano Ronaldo (37) frá Manchester United. (Sunday Mirror)

Barcelona hefur áhuga á að fá hinn 31 árs gamla N'golo Kante frá Chelsea en samningur hans við þá bláklæddu rennur út næsta sumar. Barcelona vill að hann taki við að Sergio Busquets. (Relevo)

Wolves ætlar að reyna í þriðja skiptið að fá Spánverjann Julen Lopetegui til að taka við liðinu. (Sun)

Edson Alvarez, miðjumaður Ajax, segir að hann var svekktur að komast ekki til Chelsea síðasta sumar. Þessi 25 ára gamli leikmaður mun að öllum líkindum yfirgefa Ajax næsta sumar. (ESPN)

Barcelona vonast eftir því að ná að selja hinn 28 ára gamla Memphis Depay í janúar en Juventus hefur áhuga á honum. (Sport)

Franck Kessie, 25 ára leikmaður Barcelona, er ósáttur með lítinn spiltíma hjá liðinu en hann kom frá AC Milan fyrir tímabilið. Hann er sagður vilja fara aftur til Ítalíu. (Fichajes)

Manchester City ætlar að bjóða Bernardo Silva (28) nýjan og betri fimm ára samning. (Football Insider)

Barcelona er búið að bætast í baráttuna um miðjumann Newcastle, Bruno Guimaraes (24) en liðinu mistókst að fá Bernardo Silva til liðsins í sumar. (Sun)

Brighton vill fá 85 milljónir punda fyrir Ekvadórann Moises Caicedo (20) en hann hefur verið orðaður við Newcastle United, Chelsea og Manchester United. (Sunday Mirror)

Brighton og Everton hafa áhuga á hinum 25 ára gamla Caio Henrique en hann er vinstri bakvörður frá Brasilíu. (IG Esporte)

Varnarmaður West Ham, Craig Dawson, vill fara frá liðinu í janúar en hann var nálægt því að ganga til liðs við Wolves í sumar. Samningurinn hjá þessum 32 ára gamla leikmanni rennur út í sumar. (Football Insider)

Thomas Tuchel, fyrrverandi stjóri Chelsea, segir að hann hafi ekki tekið neina ákvörðun um það hvenær hann mun snúa aftur í þjálfun. (Sportstar)


Athugasemdir
banner
banner
banner