Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. október 2022 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Dagný skoraði fimmta leikinn í röð - „Þessi ömurlega dómgæsla heldur áfram"
Dagný Brynjarsdóttir getur ekki hætt að skora
Dagný Brynjarsdóttir getur ekki hætt að skora
Mynd: Getty Images
Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham, skoraði fimmta leikinn í röð er liðið tapaði fyrir Arsenal, 3-1, í WSL-deildinni á Englandi í dag.

Fyrirliðinn hefur verið á þvílíku flugi með Hömrunum á þessu tímabili og hjálpað liðinu í stigastöfnunni.

Hún kom West Ham á bragðið á 35. mínútu í dag eftir að leikmaður Arsenal átti slaka sendingu til baka og nýtti Dagný sér það og kom West Ham yfir. Hún skoraði stuttu fyrir það mark og það ansi laglegt mark með skalla en það var dæmt af vegna brots í aðdragandanum. Vafasöm dómgæsla þar.

Arsenal kom til baka í leiknum og náði að gera þrjú mörk. Dagný fékk gullið tækifæri til að gera annað mark sitt undir lokin en markvörður Arsenal sá við henni.

West Ham er í 7. sæti deildarinnar með 9 stig á meðan Arsenal er í 2. sæti með 15 stig.




Athugasemdir
banner
banner