Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   sun 30. október 2022 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Kristján missti af Evrópusæti - Milos á toppnum
Davíð Kristján og hans menn í Kalmar töpuðu mikilvægum leik í Evrópubaráttunni
Davíð Kristján og hans menn í Kalmar töpuðu mikilvægum leik í Evrópubaráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic og hans menn í Rauðu stjörnunni eru með sjö stiga forystu á toppi serbnesku deildarinnar eftir 2-0 sigur á Kolubara í dag.

Milos tók við liðinu af vini sínum, Dejan Stankovic, í lok ágúst og hefur liðið gert fína hluti síðan.

Liðið hefur unnið síðustu átta deildarleiki og eru nú með þægilega forystu á toppnum.

Rauða stjarnan er með 44 stig á meðan Partizan er með 37 stig í öðru sæti deildarinnar.

Erfiður dagur hjá Davíð og Patrik

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson stóð í rammanum hjá Viking sem tapaði fyrir nýkrýndum meisturum Molde í dag, 4-1.

Viking hefur aðeins unnið einn deildarleik síðan í júlí og er nú í 11. sæti deildarinnar með 34 stig. Liðið var í byrjun tímabils í baráttu um Evrópusæti.

Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Kalmar sem tapaði fyrir Hammarby, 4-2, í sænsku úrvalsdeildinni. Davíð fór af velli á 67. mínútu.

Þessi leikur var stór fyrir Kalmar í baráttunni um Evrópusæti en Hammarby hefur nú með sigrinum svo gott sem tryggt sæti í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð. Kalmar á ekki lengur möguleika á að komast þangað í gegnum deildina.
Athugasemdir
banner