Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. október 2022 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Grikkland: PAOK fjórtán stigum frá toppnum eftir tap í Aþenu
Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason
Mynd: PAOK - Twitter
Sverrir Ingi Ingason og hans menn í PAOK töpuðu fyrir AEK, 2-0, í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var fjórða tap liðsins á tímabilinu og er það nú í 5. sætinu með 16 stig, fjórtán stigum frá toppliði Panathinaikos.

Sverrir var á sínum stað í vörn PAOK en liðið getur náð að hrista af sér tapið í næstu umferð er liðið mætir PAS Giannina.

Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Atromitos sem tapaði fyrir Levadiakos, 2-1. Viðar fór af velli á 63. mínútu leiksins og þá kom Samúel Kári Friðjónsson inná í stöðunni 1-0.

Atromitos jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Levadiakos sótti á Atromitos og fékk vítaspyrnu á 74. mínútu en Thierry Moutinho klikkaði á punktinum. Fimm mínútum síðar skoruðu heimamenn og tryggðu sigurinn. Atromitos er í 8. sæti með 11 stig.

Ögmundur Kristinsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Olympiakos sem vann Lamia, 2-0. Olympiakos er í 3. sæti með 20 stig.

Guðmundur Þórarinsson kom þá inná sem varamaður í uppbótartíma síðari hálfleiks er OFI Crete gerði 1-1 jafntefli við Alan Pardew og félaga í Aris. OFI er í 11. sæti með 7 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner