Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   sun 30. október 2022 10:40
Aksentije Milisic
Hörðustu stuðningsmenn Inter tóku niður borða og yfirgáfu völlinn í hálfleik
Stuðningsmenn Inter Milan.
Stuðningsmenn Inter Milan.
Mynd: EPA

Inter Milan mætti Sampdoria í Serie A deildinni á Ítalíu í gær en heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur.


Inter hefur verið að spila mjög vel að undanförnu eftir brösuga byrjun en liðið hefur unnið fjóra deildarleiki í röð og þá er það komið áfram í 16-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu.

Í leiknum gegn Sampdoria í gær var Inter 2-0 yfir í hálfleik en hörðustu stuðningsmenn liðsins, Inter Ultras, tóku niður borða sem þeir mæta alltaf með á völlinn og yfirgáfu leikvanginn þegar flautað var til hálfleiks.

Ástæðan er sú að fyrrverandi leiðtogi hópsins var myrtur fyrir utan heimili sitt í Mílanó.

Hann hét Vittorio Boiocchi en hann var 69 ára gamall þegar hann lést. Stuðningsmennirnir fréttu að andláti hans rétt fyrir hálfleikinn og tóku þeir sú ákvörðun að yfirgefa leikvanginn af virðingu við Boiocchi.

Boiocchi átti langa glæpasögu en hann var í fangelsi í 26 ár fyrir eiturlyfjasmygl, þjófnað og mannrán.


Athugasemdir
banner
banner