Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 30. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ísabella Sara á reynslu í Danmörku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalandsliðskonan Ísabella Sara Tryggvadóttir heldur í dag á reynslu til danska úrvalsdeildarliðsins Fortuna Hjörring.

Ísabella er 16 ára gömul og hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 33 leiki fyrir meistaraflokk KR.

Hún hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina á síðasta ári og spilaði þá 16 leiki fyrir liðið í sumar og skoraði tvö mörk ásamt því að leggja upp fjölmörg mörk fyrir liðsfélaga sína.

Þá hefur hún spilað 19 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað 7 mörk.

Ísabella þykir með efnilegustu leikmönnum Íslands en hún mun í dag halda á reynslu til danska úrvalsdeildarfélagsins Fortuna Hjörring og æfir hún með liðinu í viku.

Fortuna hefur ellefu sinnum unnið dönsku deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner