Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. október 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um að ná Meistaradeildarsæti: Ekki aðal áhyggjuefnið
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Liverpool hefur aðeins unnið fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er nú átta stigu frá Meistaradeildarsæti en það er ekki aðal áhyggjuefni Jürgen Klopp í augnablikinu.

Bikarmeistararnir töpuðu fjórða leik sínum á tímabilinu í gær er Leeds kom í heimsókn á Anfield.

Liðið er aðeins með 16 stig úr tólf leikjum en Klopp segist hafa meiri áhyggjur af því hvernig liðið er að spila en af sjálfu Meistaradeildarsætinu.

„Það er í raun ekki aðal áhyggjuefni mitt núna. Það er margt annað sem ég hef áhyggjur af, en ég er ekki það heimskur að ég viti ekki fjarlægðina og hvaða lið eru í þessum sætum."

„Við getum samt ekki komist í Meistaradeildina ef við erum eins óstöðugir og akkúrat núna. Við verðum að laga það og svo munum við sjá hvar við endum. Við vitum að allt er mögulegt eða í raun er margt mögulegt en til þess þurfum við að vinna leiki og við höfum ekki gert nógu mikið af því til þessa,"
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner