Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. október 2022 15:07
Aksentije Milisic
Leikmaður Ajax sannfærður um að stórlið muni bjóða í hann
Alvarez.
Alvarez.
Mynd: EPA

Edson Alvarez, leikmaður Ajax, var vonsvikinn að komast ekki til Chelsea í sumar en hann reyndi allt sem hann gat til þess að koma skiptunum í gegn.


Chelsea bauð 43 milljónir punda í þennan miðjumann í ágúst en Ajax sá ekki fram á að ná að kaupa leikmann í hans stað og því fóru skiptin ekki í gegn.

Alvarez neitaði að æfa með Ajax, líkt og Antony gerði áður en hann fór til Manchester United.

„Það var áhugi frá Chelsea. Enginn bjóst við því að félagið myndi gera annað tilboð. Þetta var erfið staða," sagði Alvarez við ESPN.

„Ajax gat ekki gert neitt. Þeir voru ekki með leikmann í mitt skarð. Ég barðist eins og ég gat, ég vildi ekki gera svona mikið."

„Ég er svekktur, en ég veit að fyrr eða síðar mun stórlið koma á eftir mér."

Ásamt Chelsea þá hefur leikmaðurinn einnig verið orðaður við Barcelona en Xavi, þjálfari liðsins, ku hafa mikinn áhuga á Mexíkóanum.


Athugasemdir
banner
banner