Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   sun 30. október 2022 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Noregur: Brynjólfur hélt vonum Kristiansund á lífi
Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði og lagði upp
Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði og lagði upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði og lagði upp í 4-0 sigri Kristiansund á Álasundi í 28. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag en Kristiansund á raunhæfan möguleika á að bjarga sér frá falli.

Hann skoraði annað mark liðsins úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og lagði síðan upp fjórða markið sjö mínútum fyrir leikslok en honum var síðan skipt af velli í uppbótartíma.

Kristiansund er í 15. sæti deildarinnar með 21 stig, tveimur stigum á eftir Sandefjord þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið á því enn möguleika á að komast í umspil um sæti í deildinni.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná sem varamaður í 2-0 tapi Lilleström fyrir Odd. Hólmbert kom inná á 86. mínútu leiksins en Lilleström er með 50 stig í 4. sæti deildarinnar. Liðið er í baráttu við Rosenborg um Evrópusæti en þrjú stig eru á milli liðanna.

Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodö/Glimt sem tapaði fyrir Rosenborg, 3-2. Alfons fór af velli undir lok leiks en Bodö/Glimt er þegar búið að tryggja sér 2. sæti deildarinnar.

Bikarinn fór á loft í Bergen

Svava Rós Guðmundsdóttir og stöllur í Brann unnu meistaratitilinn í Noregi á dögunum og fór bikarinn á loft í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Vålerenga. Svava spilaði allan leikinn fyrir Brann og þá lék Ingibjörg Sigurðardóttir allan leikinn fyrir Vålerenga sem er komið í Evrópukeppni.

Selma Sól Magnúsdóttir spilaði allan leikinn á miðjunni er Rosenborg vann Stabæk, 2-1. Rosenborg missir af Evrópusæti fyrir næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner