Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. október 2022 13:30
Aksentije Milisic
Pablo Mari útskrifaður af sjúkrahúsinu
Mynd: EPA

Pablo Mari, leikmaður Arsenal sem er á láni hjá Monza á Ítalíu, varð fyrir hnífaárás í verslunarmiðstöð í Mílanó á fimmtudaginn.


Mari horfði á veikan mann skera konu á háls meðan hann lá í sárum sínum eftir að hafa fengið hnífinn í bakið. Varnarmaðurinn fór í minniháttar aðgerð til að bjarga vöðvum í baki og var aldrei í lífshættu en verður frá keppni næstu mánuðina.

Nú voru að berast þær góðu fréttir að búið er að útskrifa Mari af sjúkrahúsinu en þetta staðfesti liðið hans, Monza.

Félagið segir í yfirlýsingu að nú kemur kafli þar sem Mari fær algjörlega hvíld til þess að jafna sig. Yfirlýsingin endar á þessum orðum:

„Pablo, við bíðum eftir þér!"

Talið er að leikmaðurinn verði frá í um tvo mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner