Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. október 2022 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Rashford opnar sig: Ég var í erfiðleikum með andlegu hliðina
Marcus Rashford
Marcus Rashford
Mynd: EPA
„Það er allt önnur orka í kringum félagið og æfingasvæðið sem hefur gert það að verkum að hugarástandið er betra og ég finn fyrir meiri hvöt. Það er það helsta sem ég var í vandræðum með," sagði Marcus Rashford, framherji Manchester United, eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn West Ham, en hann opnaði sig um erfiðleika síðasta tímabils.

Rashford var langt frá því að vera líkur sjálfum sér á velli á síðustu leiktíð.

Hann skoraði 5 mörk og lagði upp 2 í 32 leikjum fyrir United og var oft á tíðum slakasti maður liðsins. Allt liðið var í basli en það var oft auðvelt að benda á hlutina sem Rashford var að gera vitlaust.

Englendingurinn hefur tekist að snúa við blaðinu undir stjórn Erik ten Hag og er hann nú einn mikilvægasti leikmaður liðsins. Hann er með 7 mörk á þessu tímabili og er hugarfarið töluvert betra en á síðasta tímabili.

„Ég var á tíma í basli með andlegu hliðina. Það var í raun ekki frammistaðan heldur aðrir hlutir utan vallar sem voru að hafa áhrif. Það er stærsti munurinn frá síðasta tímabili."

„Ég skil að það er vinnan þín að tala um það sem gerist á vellinum en við leikmennirnir þurfum að komast í rétt hugarástand fyrir hvern einasta leik.

„Það gerðist alltof oft á síðasta tímabili þar sem hugarástandið var ekki rétt fyrir leiki og ég var alls ekki hissa á sumum hlutum sem voru að eiga sér stað,"
sagði Rashford.
Athugasemdir
banner
banner