Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. október 2022 12:00
Aksentije Milisic
Rúnar: Menn geta bara sótt um aðstoðarþjálfarastöðuna
Rúnar og Sigurvin, fyrrverandi aðstoðarþjálfari KR.
Rúnar og Sigurvin, fyrrverandi aðstoðarþjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddi við Fotbolta.net í gær eftir síðasta leik liðsins þetta tímabilið sem tapaðist gegn Stjörnunni.


Rúnar var spurður út í aðstoðarþjálfarastöðuna hjá liðinu en Sigurvin Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari liðsins, hvarf af braut um mitt sumar og tók við FH.

Það vakti athygli þegar KR-ingar kvöddu Sigurvin í sumar á samfélagsmiðlum og sögðu hann hafa verið ráðgjafa innan þjálfarateymisins. Hans hlutverk sem aðstoðarþjálfari hjá liðinu virtist hafa minnkað en hefur Rúnar eitthvað spáð í því hver verður honum til halds og traust á næsta tímabili hjá KR?

„Nei ég er ekki búinn að gera það (heyra í mönnum). Ég er bara að leita, menn geta bara sótt um, það er allt opið," sagði Rúnar og brosti.

Rúnar segir að hann verði áfram með liðið en hann á eftir eitt ár af samningnum.

„Frá mínum bæjardyrum er það alveg ljóst. Ég er með samning í eitt ár í viðbót og ég virði hann. Á meðan ekkert annað er sagt við mig þá er ég klár."


Hættir Pálmi við að hætta? - „Við erum að vonast eftir því"
Athugasemdir
banner
banner
banner