Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. október 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar um Brynjar Inga: Hann á að vera í útlöndum og búa sér til feril þar
Brynjar Ingi BJarnason
Brynjar Ingi BJarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er ekki í myndinni hjá KR ef marka má orð Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í viðtali við Fótbolta.net.

Sögur hafa verið á kreiki að KR og Valur séu meðal félaga sem ætla að reyna að fá Brynjar Inga heim úr atvinnumennsku.

Brynjar, sem er 22 ára gamall, samdi við Lecce á síðasta ári eftir að hafa slegið í gegn með KA og svo síðar fengið tækifæri í íslenska landsliðinu.

Hann fékk lítið að spila hjá Lecce eða 45 mínútur í B-deildinni og fór það svo að hann gekk í raðir Vålerenga í Noregi. Þar var hann fastamaður í byrjun leiktíðar en missti síðan sæti sitt eftir níu umferðir.

Miðvörðurinn hefur spilað með varaliði Vålerenga síðustu mánuði en er kominn aftur í byrjunarliðið eftir að varnarmaður liðsins meiddist á dögunum.

Framtíð hans er óljós en Rúnar segir að KR hafi ekki heyrt í honum og ráðleggur hann Brynjari að vera áfram í útlöndum.

„Nei ég hef ekki heyrt í honum og held að við höfum ekki heyrt í honum. Hann hefur ekkert við það að gera að koma sér heim. Hann á að vera í útlöndum og búa sér til feril þar," sagði Rúnar við Fótbolta.net.
Hættir Pálmi við að hætta? - „Við erum að vonast eftir því"
Athugasemdir
banner
banner