Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 30. október 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Raggi vonast til að halda Sindra - „Synd ef liðið tvístrast eitthvað upp"
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Rúnar Þór fer til Svíþjóðar
Rúnar Þór fer til Svíþjóðar
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sindri Kristinn gæti yfirgefið Keflavík
Sindri Kristinn gæti yfirgefið Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Bestu deildinni er lokið og þá fara félög í það að skoða leikmannamálin en þessi mál eru afar flókin fyrir Keflavík enda margir að renna út á samningi og aðrir leikmenn á förum frá félaginu.

Keflvíkingar lyftu Forsetabikarnum eftir 4-0 sigurinn á Fram í gær og eru því meistarar í neðri hluta deildarinnar.

Liðið spilaði feykivel seinni hluta tímabils og sýndi að það ætti heima í deild þeirra bestu en leikmannamálin eru helsta áhyggjuefni Keflvíkinga.

Adam Ægir Pálsson, stoðsendingakóngur deildarinnar, heldur til Víkings eftir að hafa verið á láni hjá Keflavík í sumar. Rúnar Þór Sigurgeirsson er á leið til Öster í Svíþjóð og svo eru margir lykilmenn að renna út á samningi.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, segir að nokkrir leikmenn séu með samningstilboð í höndum en nú er beðið eftir svörum.

„Já, við höfum aðeins farið yfir það. Það eru einhverjir af leikmönnunum sem eru að fara frá okkur og einhverjir sem eru með samningstilboð frá okkur og við bíðum svara frá þeim. Við eigum líka efnilegan 2. flokk. Strákar sem fóru í bikarúrslit og unnu B-riðilinn og þar eru 5-6 strákar sem æfðu með okkur í sumar. Vonandi stíga þeir upp líka."

„Við þurfum að finna leikmenn í staðinn fyrir þá sem hverfa á braut en það er dálítil synd ef liðið tvístrast eitthvað upp því þetta er mjög gott lið og sýndum að við eigum fullt erindi í efri úrslitakeppnina og það væri flott markmið fyrir klúbbinn að stefna á það á næsta ári en ég veit ekki hvernig það fer,"
sagði Sigurður Ragnar.

Vonast til að halda Sindra

Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, verður samningslaus í lok árs en félagið hefur gefið honum svigrúm til að skoða í kringum sig. KA, KR og FH hafa öll verið nefnd í því samhengi en KA framlengdi við markverðina sína og þá bakkaði KR út úr viðræðum við Sindra. FH er því líklegasti áfangastaður en Sigurður vonast til þess að hann framlengi við félagið.

„Nei, við höfum ekkert staðfest. Sindri Kristinn ætlar að horfa í kringum sig. Hann er með tilboð frá okkur og ætlar að skoða sín mál eftir mót og eftir landsliðsverkefnið. Hann var valinn í landsliðið og við erum stoltir af honum að hafa komist í það og það var rúsínan í pylsuendanum að vera með þrjá leikmenn í stóra landsliðshópnum. Ég er bjartsýnn á að hann verði áfram hjá okkur og við höfum alltaf gefið honum svigrúm að líta í kringum sig. Hann stefnir á endanum að komast eitthvað út að spila en vonandi verður hann hér ef það gengur ekki upp. Keflavík er með það gott og spennandi lið og hann er einn af þeim sem eru líf og sálir í liðinu og þá væri slæmt fyrir okkur að missa hann og vonandi skrifar hann undir hjá okkur á endanum," sagði Sigurður Ragnar.

Getur Keflavík stillt upp liði sem getur keppt í efri hlutanum á næsta tímabili?

„Ég vona það en ég ræð því ekki einn. Ég sé um að þjálfa liðið og við þurfum að sjá hvort við höfum fjármagn til að geta keppt við það en það vantar upp á það eins og staðan er í dag. Við vonum það besta," sagði hann í lokin.
Siggi Raggi: Virðist henta okkur vel að spila á móti þeim
Athugasemdir
banner
banner
banner