Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 30. október 2022 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu tilþrifin: Jón Dagur fór illa með varnarmann Gent
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson spilaði í 1-1 jafntefli Leuven gegn Gent í belgísku deildinni í dag en Jón Dagur bauð upp á skemmtilega takta í leiknum.

Kantmaðurinn er á sinni fyrstu leiktíð með Leuven og hefur gert ágætis hluti til þessa.

Hann kom inn af bekknum í dag og tók hann aðeins tvær mínútur að láta áhorfendur rísa úr sætum sínum. Leuven var að sækja að marki þegar það kom heldur löng fyrirgjöf sem var á leið í innkast.

Jón Dagur hljóp á eftir boltanum og náði að pota honum aftur fyrir sig. Varnarmaðurinn kom á ferðinni í átt að íslenska landsliðsmanninum sem tók skemmtilega gabbhreyfingu og skildi um leið varnarmanninn eftir í reyk.

Því næst kom hann boltanum fyrir markið og var fyrirgjöfin nokkuð góð en enginn leikmaður Leuven mætti í teiginn til að ráðast á boltann.

Leuven jafnaði metin stuttu síðar úr vítaspyrnu og náði í stigið en tilþrif Jóns Dags má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner