Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. október 2022 15:56
Aksentije Milisic
Svíþjóð: Valgeir er sænskur meistari (Staðfest)
Valgeir Lunddal.
Valgeir Lunddal.
Mynd: Guðmundur Svansson

Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar hans í Häcken eru sænskir meistarar en það varð staðfest rétt í þessu þegar Hacken vann öruggan 0-4 sigur á IFK Gothenburg.


Valgeir var í byrjunarliði Häcken í leiknum en hann lagði upp þriðja mark liðsins. Valgeir hefur verið lykilmaður í Häcken á þessu tímabili og hefur hann spilað nánast hvern einasta leik. Hann spilaði allan leikinn í dag þegar dollan kom í hús.

Þetta er í fyrsta skiptið í sögunni sem að Häcken verður sænskur meistari og því er liðið að skrá sig í sögubækurnar. Félagið er 82 ára gamalt og því frábær árangur hjá Valgeiri og liðsfélögum hans.

Við óskum Valgeiri Lunddal til hamingju með frábært tímabil í Svíþjóð og er Häcken vel að titlinum komið. Liðið er níu stigum á undan Djurgaarden sem situr í öðru sætinu.

Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius sem vann dramatískan sigur á Sundsvall. Sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartímanns. Sirius er í ellefta sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner