Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. október 2022 14:30
Aksentije Milisic
Tuchel ekki tekið neina ákvörðun varðandi framhaldið
Mynd: EPA

Thomas Tuchel, fyrrverandi stjóri Chelsea, segir að hann viti ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en hann var rekinn frá Chelsea fyrr á þessu tímabili.


Graham Potter tók við af Tuchel en Þjóðverjinn var látinn fara eftir að liðið tapaði gegn Dinamo Zagreb í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Tuchel hefur verið orðaður við hin ýmsu lið og þá hafa nokkur lið verið í sambandi við umboðsmann hans.

„Ég hef ekki tekið ákvörðun ennþá. Núna er tími fyrir mig að taka hlé," sagði Tuchel.

„Það hafa félög verið í sambandi við umboðsmann minn en við gerðum samkomulag um að hann myndi ekki hringja í mig hingað (til Indlands) á þessum síðustu 18 dögum."

Tuchel vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea árið 2021 en liðið lagði þá Manchester City að velli með einu marki gegn engu.


Athugasemdir
banner