Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. október 2022 12:50
Aksentije Milisic
„Við þurfum að leyfa okkur að dreyma miklu meira og miklu stærra"
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, kom til liðsins frá Midtjylland í Danmörku í sumar og lét hann heldur betur til sín taka.


Eins og flestir vita er Djuric uppalinn hjá Breiðablik og því var það sárt fyrir hann að tapa leiknum í gær og sjá Breiðablik lyfta skyldinum í kjölfarið.

„Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það væri ekki sárt. Þetta er ógeðslega sárt, ég er náttúrulega uppalinn hérna og þekki allar leiðir hér blindandi, það er meira undir fyrir mig þegar ég kem í Blikaleiki, það er allt undir einhvern veginn," sagði Danijel.

Danijel var spurður út í það hvort það hafi haft mikil áhrif á hann að það verið að taka hann svolítið fyrir í leiknum af Blikum.

„Nei þetta er það sem fótbolti er. Mér fannst þetta ógeðslega gaman, þið sjáið þetta líka útfrá, mér fannst þetta ógeðslega gaman, fór ekkert í mig eða þannig. Svona er fótboltinn."

Leið honum sjálfum eins og þeir reyndu að taka hann fyrir?

„Já það er einhvern veginn í öllum leikjum. Ég er þannig leikmaður að ég vil fá hann í lappir, ég vil snúa og gera hluti sem aðrir í deildinni geta ekki, auðvitað fæ ég spörk í mig en ég venst því og stend upp og vonandi fiska einhvern útaf."

Hvað vantar upp á hjá Víkingum fyrir næsta tímabil ef liðið ætlar sér að sækja þann stóra á ný?

„Við þurfum að leyfa okkur að dreyma miklu meira, vilja dreyma og þora að dreyma miklu stærra. Mér líður eins og við hugsum alltof mikið í einu boxi, við þurfum að stækka það. Við komumst langt í Evrópu en við viljum komast í Conference league og við viljum stækka íslenskan fótbolta. Treystu mér, næsta tímabil verður gott," sagði kappinn.


Danijel Djuric: Til hamingju með þetta Blikar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner