Neal Maupay er á leið til Marseille þar sem hann verður á láni á komandi tímabili en Marseille er skuldbundið til þess að greiða í heildina sex milljónir punda fyrir hann. Hann mun í kjölfarið alfarið ganga í raðir franska félagsins.
Maupay er ekki í boltanum til að eignast neitt rosalega marga vini, hann elskar að æsa í mönnum innan vallar og er nú farinn að æsa í stuðningsmönnum og fleirum utan vallar.
Maupay er ekki í boltanum til að eignast neitt rosalega marga vini, hann elskar að æsa í mönnum innan vallar og er nú farinn að æsa í stuðningsmönnum og fleirum utan vallar.
Í vikunni lét hann í sér heyra, reyndar nokkuð eðlilega, eftir að leikmenn Everton fengu skítkast frá stuðningsmönnum þegar þeir voru að ganga um borð í lest eftir mjög lélega frammistöðu gegn Tottenham um liðna helgi.
Í dag svarar hann svo færslu Fabrizio Romano, sem fjallar um félagaskipti Frakkans til Marseille, með frægu atriði úr kvikmyndinni Shawshank Redemption þar sem Andy Dufresne nær að brjótast út úr fangelsi.
https://t.co/H4AaFp4Iu2 pic.twitter.com/aJywOsdXgB
— Neal Maupay (@nealmaupay_) August 29, 2024
Athugasemdir