mán 31. október 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ajax ætlar ekki að kaupa Ihattaren frá Juventus
Mynd: EPA

Ajax er búið að staðfesta að félagið ætli ekki að kaupa hollenska sóknartengiliðinn Mohamed Ihattaren af Juventus eða framlengja lánssamning hans.


Ihattaren hefur verið á láni hjá Ajax síðan í janúar en ekkert komið við sögu með aðalliðinu vegna meiðsla. Ihattaren er þekktur sem vandræðagemsi og hefur glímt við þunglyndi síðustu þrjú ár, eftir andlát föðurs sins. Hann ólst upp hjá PSV Eindhoven áður en hann skipti til Juve í fyrra.

Hinn tvítugi Ihattaren, sem þótti ein helsta vonarstjarna Hollendinga upp yngri landsliðin, skipti til Juventus í fyrra og er samningsbundinn ítalska félaginu til 2025.

Ihattaren er sóknarsinnaður miðjumaður í grunninn en getur einnig leikið á báðum köntum.


Athugasemdir
banner
banner
banner