banner
   mán 31. október 2022 13:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik kaupir Alex Frey (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Alex Freyr Elísson er genginn í raðir Breiðabliks frá uppeldisfélagi sínu Fram. Þetta staðfestir Fram á samfélagsmiðlum rétt í þessu. Hann skrifar undir þriggja ára samning við Breiðablik. Alex var samningsbundinn Fram og því er Breiðablik að kaupa leikmanninn frá Fram.

Alex lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2015 og lék alls 153 leiki fyrir Fram. Hann er 25 ára hægri bakvörður sem átti mjög tímabil í ár, lék 20 deildarleiki og skoraði tvö mörk á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.

„Ég er þakklátur fyrir félagið mitt og alla sem standa nálægt því, nú er komin tími á næstu áskorun á mínum ferli. Takk fyrir allt Fram, þangað til næst," segir Alex.

„Fram óskar Alexi góðs gengis í næstu áskorun og þakkar fyrir tíma hans hjá félaginu. Tilfinningin verður sérstök að sjá Alex í annarri treyju en þeirri bláu, hann er vissulega uppalinn í Úlfarsárdalnum og ákveðin rómantík í því að hann hafi náð að spila á nýjum heimavelli í dalnum. Ég og allir innan Fram óskum Alexi velfarnaðar, við sjáum hann svo síðar," sagði Agnar Þór Hilmarsson formaður knd. Fram.

Ólafur Helgi Kristjánsson yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik segir: „Það er mikið ánægjuefni að geta tilkynnt að Alex muni verða leikmaður Breiðabliks næstu 3 árin að minnsta kosti. Ég er búinn að fylgjast vel með Alex og hans framförum í Fram og tel að hann muni falla vel inn í þá hugmyndafræði og leikstíl sem við höfum í Breiðabliki. Alex er sterkur varnarmaður, með mikla hlaupagetu og góðan hraða, einnig er hann óhræddur við að taka virkan þátt í sóknarleiknum.“
Athugasemdir
banner
banner
banner