Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. október 2022 18:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Salvar framlengir við ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Árni Salvar Heimisson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍA og gildir sá samningur til ársins 2025. Gamli samningur hans við félagið var að renna út.

Árni er fæddur árið 2003 og kemur upp í gegnum yngri flokkana hjá ÍA. Árni er fjölhæfur leikmaður sem leysti hinar ýmsu stöður í yngri flokkum félagsins og vann sér í sumar sæti í liðinu sem hægri bakvörður.

Árni kom við sögu í þrettán deildarleikjum á tímabilinu og lék einnig með 2. flokki ÍA/Kára/Skallagríms sem endaði í 2. sæti A-deildar.

Hans fyrsti meistaraflokksleikur kom árið 2020 og í fyrra lék hann svo með Kára í 2. deild.

„Það er okkur mikil ánægja að Árni Salvar skuli verða hjá okkur næstu þrjú árin," segir í tilkynningu ÍA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner