Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 31. október 2022 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Elís með dramatískt sigurmark - Kristian Nökkvi gaf stoðsendingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron Elís Þrándarson gerði sigurmarkið er Odense heimsótti Midtjylland í dönsku deildinni.


Aron Elís kom inn af bekknum á 86. mínútu og gerði sigurmarkið dramatíska átta mínútum síðar, á 94. mínútu.

Gestirnir úr Óðinsvé voru betri í leiknum og verðskulduðu sigurinn. Þeir eru komnir með 22 stig eftir 15 umferðir og eru níu stigum eftir toppliði Nordsjælland. Midtjylland er með 21 stig en fjórum sætum fyrir neðan OB.

Elías Rafn Ólafsson er varamarkvörður Mið-Jótlendinga og sat á bekknum.

Midtjylland 1 - 2 Odense
0-1 I. Jebali ('45, víti)
1-1 A. Dreyer ('53, víti)
1-2 Aron Elís Þrándarson ('94)

Í Hollandi var Kristian Nökkvi Hlynsson í byrjunarliðinu hjá varaliði Ajax, Jong Ajax, á heimavelli gegn Willem II.

Ajax tók forystuna í fyrri hálfleik og átti Kristian Nökkvi stoðsendinguna en gestirnir komu til baka í síðari hálfleik og unnu 1-2 sigur.

Ajax er með 16 stig eftir 13 umferðir.

Jong Ajax 1 - 2 Willem II


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner