Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 31. október 2022 15:07
Elvar Geir Magnússon
Bosnía hættir við leik gegn Rússum eftir harða gagnrýni
Mynd: EPA
Bosnía og Hersegóvína hefur hætt við að spila vináttuleik gegn Rússlandi, eftir mikla gagnrýni.

Leikurinn átti að fara fram í Pétursborg þann 19. nóvember, degi áður en HM í Katar hefst.

Bosnía komst ekki á HM á meðan Rússland er í banni frá alþjóðlegum fótbolta vegna stríðsins í Úkraínu.

Edin Dzeko, fyrirliði Bosníu, og Miralem Pjanic, ein helsta stjarna liðsins, höfðu báðir mótmælt því að þessi leikur átti að fara fram.

„Ég er mótfallinn því að þessi leikur sé spilaður. Ég stend alltaf með friði. Fótboltasambandið veit skoðun mína," sagði Dzeko.

„Þetta er vond ákvörðun. Ég er orðlaus. Þeir hjá fótboltasambandinu vita skoðun mína," sagði Pjanic.

Borgarstjórinn í Sarajevo, höfðuborg Bosníu, hafði einnig fordæmt þá ákvörðun að spila leikinn.
Athugasemdir
banner
banner