Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 31. október 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli Gottskálk á reynslu hjá Bröndby
Gísli í leik með Víkingi í sumar.
Gísli í leik með Víkingi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Víkings, er þessa dagana á reynslu hjá danska félaginu Bröndby. Gísli er átján ára gamall og uppalinn í Breiðabliki.

Haustið 2020 fór hann til Bologna en sneri til baka til Íslands í vor og samdi við Víking.

Í sumar kom hann við sögu í sex leikjum með meistaraflokki Víkings ásamt því að spila með 2. flokki.

Gísli er miðjumaður og lék hann æfingaleik með U19 liði félagsins gegn Lyngby í dag. Í leiknum lék hann í treyju númer 31.

Hann á að baki þrjá leiki með U19 landsliði Íslands. Samningur hans við Víking rennur út í lok tímabils 2025.
Athugasemdir
banner
banner
banner