Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 31. október 2022 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glenn skrifaði undir tveggja ára samning við Keflavík (Staðfest)
Jonathan Glenn (til vinstri) er tekinn við Keflavík.
Jonathan Glenn (til vinstri) er tekinn við Keflavík.
Mynd: Keflavík
Jonathan Glenn er næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Hann tekur við liðinu af Gunnari Magnúsi Jónssyni sem var látinn fara eftir síðustu leiktíð. Gunnar Magnús tók svo við Fylki í Lengjudeildinni.

Glenn var að klára sitt fyrsta tímabil í meistaraflokks þjálfun. Hann var þjálfari kvennaliðs ÍBV í sumar og endaliðið undir hans stjórn í sjötta sæti. Þótti það nokkuð góður árangur en ÍBV ákvað samt að reka hann.

Eftir að Glenn, sem er fyrrum leikmaður karlaliðs ÍBV, var rekinn þá ritaði Þórhildur Ólafsdóttir, eiginkona hans sem spilaði með liðinu í sumar, pistil. Þórhildur fór þar ítarlega yfir stöðu mála hjá ÍBV og þann tíma sem Glenn stýrði liðinu, en hún segir að hann hafi klárlega verið síðasti kostur í stöðuna.

Hún segir verulega mismunun milli karla- og kvennaliðs ÍBV og hending ef einstaklingar innan knattspyrnuráðs láti sjá sig á leikjum kvennaliðsins.

ÍBV svaraði þessu með yfirlýsingu sem má lesa hérna en Glenn var ósáttur við brottreksturinn og hvernig að honum var staðið.

Keflavík endaði í áttunda sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Ákveðið var að gera þjálfarabreytingar eftir tímabilið og núna er Glenn tekinn við.

„Jonathan Glenn hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna út tímabilið 2024. Glenn var áður leikmaður ÍBV og nú síðast þjálfari meistaraflokks kvenna í Eyjum. Glenn hefur þvílíkann metnað í að ná árangri og telur knattspyrnudeild Keflavíkur með þessari ráðningu sé verið að taka skref í rétta átt," segir í tilkynningu Keflavíkur.

>„Við hlökkum til að vinna með Jonathan og berum miklar væntingar til hans."


Athugasemdir
banner
banner