Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 31. október 2022 10:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðrún Elísabet í Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir er gengin í raðir Vals frá Aftureldingu. Guðrún er fædd árið 2000 og getur leikið allar stöður fram á við.

Guðrún skrifar undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana. Hún var langmarkahæst í Lengjudeildinni í fyrra þegar Afturelding fór upp í efstu deild.

Guðrún hefur leikið með Aftureldingu allan sinn feril ef frá eru taldir nokkrir mánuðir veturinn 2017-18 þegar hún var hjá Fjölni.

Hún glímdi við meiðsli á nýliðnu tímabili og kom því aðeins við sögu í átta leikjum. Í þeim skoraði hún tvö mörk. Alls hefur hún leikið 81 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 40 mörk.

Hún er fyrsti leikmaðurinn sem Valur fær í sínar raðir eftir að tímabilinu lauk í lok síðasta mánaðar.
Athugasemdir
banner
banner