Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 31. október 2022 14:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Kristjáns í Stjörnuna (Staðfest)
Gummi Kristjáns
Gummi Kristjáns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Kristjánsson hefur skrifað undir samning við Stjörnuna og mun leika með félaginu næstu árin. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins. Guðmundur er 33 ára og hefur síðustu ár spilað sem miðvörður. Samningur hans við FH rann út eftir tímabilið sem lauk um helgina.

Hann varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki sumarið 2010 og fór tímabilið 2012 á láni til Start í Noregi. Í kjölfarið gekk hann svo alfarið í raðir Start og var þar í fimm tímabil í viðbót.

Fyrir tímabilið 2018 gekk hann í raðir FH og hefur leikið með liðinu síðan. Gummi á að baki 29 leiki fyrir yngri landsliðin og sex leiki með A-landsliðið. Í sumar lék hann 30 leiki í deild og bikar.

„Það er geggjað að fá reynslubolta eins og Gumma til liðs við okkur enda leikmaður sem hugsar ákaflega vel um sig og við teljum að hann muni falla vel inní það sem við höfum verið að búa til í Stjörnunni. Eftir samtöl við hann finnur maður vel hversu áhugasamur hann er að leggja sitt af mörkum og er tilbúinn í að leggja allt sitt í verkefnið sem er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera. Gummi er annar leikmaðurinn sem við bætum við okkur og við erum sannarlega ekki hættir," segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður mfl. karla hjá Stjörnunni.

„Ég mjög ánægður að ganga til liðs við Stjörnuna. Klúbburinn er með mikinn metnað og gott og spennandi lið, sem ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að gera enn betra. Ég held að sá fótbolti sem liðið spilar henti mér vel og ég get ekki beðið eftir að hitta strákana og byrja undirbúning fyrir næsta tímabil," segir Guðmundur sjálfur.


Athugasemdir
banner
banner
banner