Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 31. október 2022 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingur fór á kostum á heimavelli Charlton um liðna helgi
Dagur tryllir lýðinn.
Dagur tryllir lýðinn.
Mynd: Charlton
Það hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum að Íslendingur spreytti sig í sláarkeppni á leik Charlton og Ipswich í C-deildinni á Englandi um liðna helgi.

Dagur Jóhannsson var í ferð á Englandi með félögum sínum en þeir ákváðu að kíkja á leik Charlton og Ipswich síðastliðinn laugardag.

Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék með bæði Charlton og Ipswich. Í samtali við Vísi sögðu félagarnir frá því að þeir hefðu fengið Hermann með sér í lið. Þeir með honum og sendu hana út.

Í kjölfarið fengu þeir sæti í sérstakri VIP aðstöðu ásamt öðrum erlendum stuðningsmannahópum. Það var þarna haldinn sérstakur dagur fyrir erlenda stuðningsmannhópa og fengu Íslendingarnir af Akranesi að taka þátt í því.

Einn þeirra, Dagur, fékk svo tækifæri til að taka þátt í sérstakri áskorun í hálfleik.

„Um er að ræða sláarskotskeppni þar sem aðeins ein tilraun fæst, frá miðjuboga vallarins, og ef viðkomandi hittir í slá fær hann fimm þúsund pund í vasann og allir á vellinum fá frían bjór að auki," segir í grein Vísis.

Tilraun Dags hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum en hana má sjá hér fyrir neðan. Mjög svo fyndið en það má með sanni segja að hann hafi slegið í gegn í Dalnum, heimavelli Charlton.


Athugasemdir
banner
banner
banner