„Það er engin skyndilausn, við verðum bara að taka einn leik í einu," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á fréttamannafundi í morgun þar sem hann ræddi um slæmt gengi liðsins.
Liverpool hefur tapað í síðustu tveimur deildarleikjum gegn liðum í fallsætum.
Liverpool hefur tapað í síðustu tveimur deildarleikjum gegn liðum í fallsætum.
„Við erum vanir því að vera dæmdir, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar. Þannig er fótboltinn. Það hafa verið hæðir og lægðir en við gerum kröfu á meira frá okkur sjálfum. Við þurfum að bæta okkur í skrefum."
„Starf mitt snýst ekki bara um að vera hér þegar sólin skín og við erum að vinna bikara. Ég mun halda áfram að berjast."
Klopp er ósammála þeim sem halda því fram að það sé ekki nægilega mikill baráttuandi í liðinu.
„Baráttan er til staðar. Baráttuandinn er ekki vandamálið hjá okkur. Eftir nokkur slæm úrslit heldur fólk að liðið sé ekki að leggja sig nægilega fram og það er kannski eðlilegt. En það er ekki vandamálið. Það er mikilvægt að standa saman og halda jákvæðninni í klefanum," sagði Klopp.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 29 | 21 | 7 | 1 | 69 | 27 | +42 | 70 |
2 | Arsenal | 28 | 15 | 10 | 3 | 52 | 24 | +28 | 55 |
3 | Nott. Forest | 28 | 15 | 6 | 7 | 45 | 33 | +12 | 51 |
4 | Chelsea | 28 | 14 | 7 | 7 | 53 | 36 | +17 | 49 |
5 | Man City | 28 | 14 | 5 | 9 | 53 | 38 | +15 | 47 |
6 | Newcastle | 28 | 14 | 5 | 9 | 47 | 38 | +9 | 47 |
7 | Brighton | 28 | 12 | 10 | 6 | 46 | 40 | +6 | 46 |
8 | Aston Villa | 29 | 12 | 9 | 8 | 41 | 45 | -4 | 45 |
9 | Bournemouth | 28 | 12 | 8 | 8 | 47 | 34 | +13 | 44 |
10 | Fulham | 28 | 11 | 9 | 8 | 41 | 38 | +3 | 42 |
11 | Crystal Palace | 28 | 10 | 9 | 9 | 36 | 33 | +3 | 39 |
12 | Brentford | 28 | 11 | 5 | 12 | 48 | 44 | +4 | 38 |
13 | Tottenham | 28 | 10 | 4 | 14 | 55 | 41 | +14 | 34 |
14 | Man Utd | 28 | 9 | 7 | 12 | 34 | 40 | -6 | 34 |
15 | Everton | 28 | 7 | 12 | 9 | 31 | 35 | -4 | 33 |
16 | West Ham | 28 | 9 | 6 | 13 | 32 | 48 | -16 | 33 |
17 | Wolves | 28 | 6 | 5 | 17 | 38 | 57 | -19 | 23 |
18 | Ipswich Town | 28 | 3 | 8 | 17 | 26 | 58 | -32 | 17 |
19 | Leicester | 28 | 4 | 5 | 19 | 25 | 62 | -37 | 17 |
20 | Southampton | 28 | 2 | 3 | 23 | 20 | 68 | -48 | 9 |
Athugasemdir