Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mán 31. október 2022 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lífstíðarbann fyrir að láta synina ögra andstæðingunum

Stuðningsmaður Stoke City sem hvatti börnin sín til að ögra andstæðingunum á heimaleik liðsins hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá öllum leikjum Stoke.


Stoke lagði Sheffield United að velli á dögunum og hvatti hann syni sína, 11 og 12 ára gamla, að hlaupa yfir völlinn og fagna fyrir framan stuðningsmenn Sheffield þegar lítið var eftir af leiknum.

Piltarnir eru í banni frá því að horfa á leiki hjá Stoke þar til í ágúst 2027 og fá tækifæri til að skrá sig á sérstakt endurbætingarnámskeið hjá félaginu. Með góðu gengi þar geta þeir stytt bannið sitt.

Það er lögbrot að fara inn á fótboltavöll meðan leikur er í gangi og verða piltarnir lögsóttir.


Athugasemdir
banner
banner