mán 31. október 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Lögreglan staðfestir að mál Gylfa sé enn í rannsókn
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lögreglan í Manchester staðfestir í samtali við RÚV að rannsókn sé enn í gangi í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Ekki verða veittar nánar frekari upplýsingar fyrr en Gylfi verður ákærður eða málið látið niður falla. Hann var handtekinn og grunaður um kyn­ferðis­brot gegn ó­lög­ráða ein­stak­lingi

Gylfi hefur verið í farbanni frá því að málið kom upp um miðjan júlí á síðasta ári. Hann hefur ekki spilað fótbolta á þessum tíma og er án félags eftir að samningur hans við Everton rann út í sumar.

Sigurður Aðal­steins­son, faðir Gylfa, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það geti ekki gengið í réttar­ríki að menn séu látnir dúsa í eitt og hálft ár er­lendis án dóms og laga

„Eina sem ég er að segja er að ef ein­hver maður er kyrr­settur í ein­hverju landi fyrir eitt­hvað á­ætlað brot, þá geturðu ekki látið hann dúsa þar í eitt ár, eitt og hálft ár og beðið bara enda­laust," segir Sigurður en fjölskylda Gylfa hefur leitað til utanríkisráðuneytisins í von um aðstoð.

Í skrif­legu svari við fyrir­spurn Frétta­blaðsins á dögunum sagði ráðu­neytið að sé grunur um refsi­verða hátt­­semi Ís­­lendings er­­lendis sé ráðu­neytinu ekki heimilt að hafa af­­skipti af með­­ferð slíkra saka­­mála.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner