Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mán 31. október 2022 14:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd spilar æfingaleiki á meðan HM er í gangi
Manchester United hefur gefið það út að liðið mun spila æfingaleik gegn spænska liðinu Cadiz á meðan HM í Katar er í gangi.

Æfingaleikurinn fer fram þann 7. desember á heimavelli Cadiz, United verður í Cadiz i í vikutíma.

Liðið mun spila tvo æfingaleiki en á þessum tímapunkti hefur ekki verið gefið út hver andstæðingur United í seinni leiknum verður.

Margir leikmenn United fara á HM en þeir sem fara ekki á mótið munu æfa í Cadiz.

Fyrsta umferð í ensku úrvalsdeildinni eftir HM fer fram á öðrum degi jóla. Síðasta umferðin fyrir HM fer fram um aðra helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner